5. fundur
stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar á 149. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, mánudaginn 15. október 2018 kl. 09:30


Mættir:

Helga Vala Helgadóttir (HVH) formaður, kl. 09:30
Hildur Sverrisdóttir (HildS) fyrir Brynjar Níelsson (BN), kl. 09:30
Jón Steindór Valdimarsson (JSV), kl. 09:30
Kolbeinn Óttarsson Proppé (KÓP), kl. 09:30
Óli Björn Kárason (ÓBK), kl. 09:30
Þorsteinn Sæmundsson (ÞorS), kl. 09:30
Þórarinn Ingi Pétursson (ÞórP) fyrir Líneik Önnu Sævarsdóttur (LínS), kl. 09:30
Þórunn Egilsdóttir (ÞórE), kl. 09:30

Jón Þór Ólafsson var fjarverandi vegna annars fundar.

Nefndarritari: Elín Valdís Þorsteinsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:30
Frestað.

2) Kynning á endurskoðuðum reglum um þinglega meðferð EES-mála Kl. 09:30
Á fundinn kom Gunnþóra Elín Erlingsdóttir frá skrifstofu Alþingis og kynnti endurskoðaðar reglur um þinglega meðferð EES-mála. Á fundinn komu einnig Haraldur Steinþórsson og Díana Jónsdóttir frá fjármála- og efnahagsráðuneyti.

Gunnþóra Elín kynnti reglurnar og þær breytingar sem hafa verið samþykktar ásamt því að svara spurningum nefndarmanna.

3) Tilskipun (ESB) 2015/1513 sem breytir tilskipun 98/70/EB um gæði bensíns og díseleldsneytis og tilskipun 2009/28/EB um að auka notkun orku frá endurnýjanlegum orkugjöfum Kl. 09:50
Á fundinn komu Gunnþóra Elín Erlingsdóttir frá skrifstofu Alþingis og Haraldur Steinþórsson og Díana Jónsdóttir frá fjármála- og efnahagsráðuneyti.

Nefndin ræddi málið.

4) Reglugerð ráðsins (ESB) 2015/1589 um ítarlegar reglur um beitingu 108. gr. sáttmálans um starfshætti Evrópusambandsins (kerfisbinding) Kl. 09:55
Á fundinn komu Gunnþóra Elín Erlingsdóttir frá skrifstofu Alþingis og Haraldur Steinþórsson og Díana Jónsdóttir frá fjármála- og efnahagsráðuneyti.

Haraldur kynnti efni gerðarinnar og svaraði spurningum nefndarmanna.

5) Önnur mál Kl. 10:24
Formaður minnti á að næsti fundur yrði opinn fundur með umboðsmanni Alþingis um ársskýrslu 2017.

Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 10:25